Veitingamenn neita ásökunum um svik 14. október 2009 06:00 Einar Bárðarson „Mér finnst eðlilegt að hann biðjist afsökunar,“ segir Steinþór Jónsson á Hótel Keflavík, sem er ósáttur við yfirlýsingar Níelsar S. Olgeirssonar, formanns Matvæla- og veitingafélags Íslands, um meinta svarta starfsemi í veitingageiranum á Suðurnesjum. Í Fréttablaðinu í gær sagði Níels meðal annars að svo virtist sem það væri regla á Reykjanesi að menn færu ekki að lögum við rekstur veitingahúsa. Margir veitingamenn á svæðinu sem Fréttablaðið ræddi við í gær segja að Níels ætti að biðjast afsökunar á alhæfingum um heilan hóp veitingamanna. „Okkur finnst ósmekklegt af forsvarsmanni Matvís að þjófkenna heila stétt af fólki sem er að berjast við erfiðar aðstæður,“ segir Einar Bárðarson, sem rekur skemmtistaðinn Officeraklúbbinn á Keflavíkurflugvelli. Einar og fleiri veitingamenn segjast telja eðlilegt að Níels nafngreini veitingastað á Reykjanesi sem hann sagði í Fréttablaðinu og í eigin félagsblaði, Matvís, að færi ekki að lögum. „Hann virðist mjög argur yfir alvarlegum brotum, sem eru svívirðileg ef rétt reynast, en að fara yfir alla línuna og segja menn vera með svarta peninga er ansi harkalegt og dónaskapur,“ segir Einar og undir það tekur Örn Garðars í Veisluþjónustunni Soho. „Það þarf að komast á hreint hver þetta er því það er ekki gott að vera bendlaður við þetta,“ segir Örn og fullyrðir að þótt sumir veitingamenn á Suðurnesjum hafi lent í erfiðleikum sé ástandið þar ekki verra en annars staðar. Steinþór Jónsson segir fullyrðingar Níelsar skelfilegar. „Mér finnst mjög sérstakt að þetta skuli gert af einstaklingi í þessari stöðu. Þetta er ekki í neinum takti við það sem ég þekki. Þessi alhæfing getur ekki átt rétt á sér – það er alveg á kristaltæru.“ Níels kveðst standa við fyrri yfirlýsingar og ætlar ekki að biðjast afsökunar. „Ég held að þetta svæði sé svolítið sýkt af veru varnarliðsins. Þeir hugsa öðruvísi en við. Ég veit að það er vont ef menn liggja allir undir grun. En ef veitingamenn vilja skal ég gera tilraun til þess í næsta Matvísblaði að hvítþvo þá sem eru hreinir – ef þeir finnast,“ segir formaður Matvís. gar@frettabladid.is Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
„Mér finnst eðlilegt að hann biðjist afsökunar,“ segir Steinþór Jónsson á Hótel Keflavík, sem er ósáttur við yfirlýsingar Níelsar S. Olgeirssonar, formanns Matvæla- og veitingafélags Íslands, um meinta svarta starfsemi í veitingageiranum á Suðurnesjum. Í Fréttablaðinu í gær sagði Níels meðal annars að svo virtist sem það væri regla á Reykjanesi að menn færu ekki að lögum við rekstur veitingahúsa. Margir veitingamenn á svæðinu sem Fréttablaðið ræddi við í gær segja að Níels ætti að biðjast afsökunar á alhæfingum um heilan hóp veitingamanna. „Okkur finnst ósmekklegt af forsvarsmanni Matvís að þjófkenna heila stétt af fólki sem er að berjast við erfiðar aðstæður,“ segir Einar Bárðarson, sem rekur skemmtistaðinn Officeraklúbbinn á Keflavíkurflugvelli. Einar og fleiri veitingamenn segjast telja eðlilegt að Níels nafngreini veitingastað á Reykjanesi sem hann sagði í Fréttablaðinu og í eigin félagsblaði, Matvís, að færi ekki að lögum. „Hann virðist mjög argur yfir alvarlegum brotum, sem eru svívirðileg ef rétt reynast, en að fara yfir alla línuna og segja menn vera með svarta peninga er ansi harkalegt og dónaskapur,“ segir Einar og undir það tekur Örn Garðars í Veisluþjónustunni Soho. „Það þarf að komast á hreint hver þetta er því það er ekki gott að vera bendlaður við þetta,“ segir Örn og fullyrðir að þótt sumir veitingamenn á Suðurnesjum hafi lent í erfiðleikum sé ástandið þar ekki verra en annars staðar. Steinþór Jónsson segir fullyrðingar Níelsar skelfilegar. „Mér finnst mjög sérstakt að þetta skuli gert af einstaklingi í þessari stöðu. Þetta er ekki í neinum takti við það sem ég þekki. Þessi alhæfing getur ekki átt rétt á sér – það er alveg á kristaltæru.“ Níels kveðst standa við fyrri yfirlýsingar og ætlar ekki að biðjast afsökunar. „Ég held að þetta svæði sé svolítið sýkt af veru varnarliðsins. Þeir hugsa öðruvísi en við. Ég veit að það er vont ef menn liggja allir undir grun. En ef veitingamenn vilja skal ég gera tilraun til þess í næsta Matvísblaði að hvítþvo þá sem eru hreinir – ef þeir finnast,“ segir formaður Matvís. gar@frettabladid.is
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent