Veitingamenn neita ásökunum um svik 14. október 2009 06:00 Einar Bárðarson „Mér finnst eðlilegt að hann biðjist afsökunar,“ segir Steinþór Jónsson á Hótel Keflavík, sem er ósáttur við yfirlýsingar Níelsar S. Olgeirssonar, formanns Matvæla- og veitingafélags Íslands, um meinta svarta starfsemi í veitingageiranum á Suðurnesjum. Í Fréttablaðinu í gær sagði Níels meðal annars að svo virtist sem það væri regla á Reykjanesi að menn færu ekki að lögum við rekstur veitingahúsa. Margir veitingamenn á svæðinu sem Fréttablaðið ræddi við í gær segja að Níels ætti að biðjast afsökunar á alhæfingum um heilan hóp veitingamanna. „Okkur finnst ósmekklegt af forsvarsmanni Matvís að þjófkenna heila stétt af fólki sem er að berjast við erfiðar aðstæður,“ segir Einar Bárðarson, sem rekur skemmtistaðinn Officeraklúbbinn á Keflavíkurflugvelli. Einar og fleiri veitingamenn segjast telja eðlilegt að Níels nafngreini veitingastað á Reykjanesi sem hann sagði í Fréttablaðinu og í eigin félagsblaði, Matvís, að færi ekki að lögum. „Hann virðist mjög argur yfir alvarlegum brotum, sem eru svívirðileg ef rétt reynast, en að fara yfir alla línuna og segja menn vera með svarta peninga er ansi harkalegt og dónaskapur,“ segir Einar og undir það tekur Örn Garðars í Veisluþjónustunni Soho. „Það þarf að komast á hreint hver þetta er því það er ekki gott að vera bendlaður við þetta,“ segir Örn og fullyrðir að þótt sumir veitingamenn á Suðurnesjum hafi lent í erfiðleikum sé ástandið þar ekki verra en annars staðar. Steinþór Jónsson segir fullyrðingar Níelsar skelfilegar. „Mér finnst mjög sérstakt að þetta skuli gert af einstaklingi í þessari stöðu. Þetta er ekki í neinum takti við það sem ég þekki. Þessi alhæfing getur ekki átt rétt á sér – það er alveg á kristaltæru.“ Níels kveðst standa við fyrri yfirlýsingar og ætlar ekki að biðjast afsökunar. „Ég held að þetta svæði sé svolítið sýkt af veru varnarliðsins. Þeir hugsa öðruvísi en við. Ég veit að það er vont ef menn liggja allir undir grun. En ef veitingamenn vilja skal ég gera tilraun til þess í næsta Matvísblaði að hvítþvo þá sem eru hreinir – ef þeir finnast,“ segir formaður Matvís. gar@frettabladid.is Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Mér finnst eðlilegt að hann biðjist afsökunar,“ segir Steinþór Jónsson á Hótel Keflavík, sem er ósáttur við yfirlýsingar Níelsar S. Olgeirssonar, formanns Matvæla- og veitingafélags Íslands, um meinta svarta starfsemi í veitingageiranum á Suðurnesjum. Í Fréttablaðinu í gær sagði Níels meðal annars að svo virtist sem það væri regla á Reykjanesi að menn færu ekki að lögum við rekstur veitingahúsa. Margir veitingamenn á svæðinu sem Fréttablaðið ræddi við í gær segja að Níels ætti að biðjast afsökunar á alhæfingum um heilan hóp veitingamanna. „Okkur finnst ósmekklegt af forsvarsmanni Matvís að þjófkenna heila stétt af fólki sem er að berjast við erfiðar aðstæður,“ segir Einar Bárðarson, sem rekur skemmtistaðinn Officeraklúbbinn á Keflavíkurflugvelli. Einar og fleiri veitingamenn segjast telja eðlilegt að Níels nafngreini veitingastað á Reykjanesi sem hann sagði í Fréttablaðinu og í eigin félagsblaði, Matvís, að færi ekki að lögum. „Hann virðist mjög argur yfir alvarlegum brotum, sem eru svívirðileg ef rétt reynast, en að fara yfir alla línuna og segja menn vera með svarta peninga er ansi harkalegt og dónaskapur,“ segir Einar og undir það tekur Örn Garðars í Veisluþjónustunni Soho. „Það þarf að komast á hreint hver þetta er því það er ekki gott að vera bendlaður við þetta,“ segir Örn og fullyrðir að þótt sumir veitingamenn á Suðurnesjum hafi lent í erfiðleikum sé ástandið þar ekki verra en annars staðar. Steinþór Jónsson segir fullyrðingar Níelsar skelfilegar. „Mér finnst mjög sérstakt að þetta skuli gert af einstaklingi í þessari stöðu. Þetta er ekki í neinum takti við það sem ég þekki. Þessi alhæfing getur ekki átt rétt á sér – það er alveg á kristaltæru.“ Níels kveðst standa við fyrri yfirlýsingar og ætlar ekki að biðjast afsökunar. „Ég held að þetta svæði sé svolítið sýkt af veru varnarliðsins. Þeir hugsa öðruvísi en við. Ég veit að það er vont ef menn liggja allir undir grun. En ef veitingamenn vilja skal ég gera tilraun til þess í næsta Matvísblaði að hvítþvo þá sem eru hreinir – ef þeir finnast,“ segir formaður Matvís. gar@frettabladid.is
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira