Enski boltinn

Milan íhugar að selja Kaka

AFP

Forráðamenn AC Milan hafa nú í fyrsta skipti viðurkennt að til greina komi að selja brasilíska miðjumanninn Kaka til Manchester City.

Sjónvarpsstöð Milan staðfesti að forráðamenn Milan séu að velta fyrir sér ofurtilboði frá City, sem talið er að sé í kring um 107 milljónir punda - sem yrði langhæsta upphæð sem greidd hefði verið fyrir leikmann í sögunni.

Því er haldið fram að City sé tilbúið að greiða Kaka og föður hans og umboðsmanni sérstaklega rúmar 30 milljónir punda til að lokka þá til Englands, en Kaka hefur lýst því yfir að hann sé ánægður hjá Milan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×