Náðst hefur samkomulag um að ljúka atkvæðagreiðslu um Icesave samningana klukkan tíu í fyrramálið. Áður fær fulltrúi hvers þingflokks um tíu mínútur til að flytja ávarp, en þau hefjast um klukkutíma fyrr.
Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, telur að hefðbundnum umræðum um frumvarpið ljúki með kvöldinu. Sem stendur bíða tólf þingmenn þess að taka til máls, auk þess sem þingmenn geta hver veitt öðrum andsvar.
Atkvæði greidd um Icesave klukkan tíu í fyrramálið
Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
