Innlent

Mótmæla fyrirhugaðri skerðinga til stofanna í Skagafirði

Frá Skagafirði. Borgarafundur sem haldin var í dag mótmælir harðlega skerðingu til stofnanna í Skagafirði.
Frá Skagafirði. Borgarafundur sem haldin var í dag mótmælir harðlega skerðingu til stofnanna í Skagafirði.
Borgarafundur sem haldinn var á á Sauðárkróki samþykkti ályktun þar sem fyrirhuguðum skerðingum á fjárframlögum til opinberra stofnana í Skagafirði er harðlega mótmælt sem og fækkun þeirra starfa sem af þeim munu leiða.

„Er þar sérstaklega átt við boðaðar, en lítt útfærðar, kerfisbreytingar er m.a. varða Sýslumannsembætti og löggæslu á Sauðárkróki og Héraðsdóm Norðurlands vestra, auk harkalegra niðurskurðartillagna er varða Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra," segir í ályktuninni.

Þar segir auk þess að verði áðurnefnd starfsemi sem og önnur opinber þjónusta svo sem menntun, skert eða lögð niður í Skagafirði grefur það undan mikilvægu þjónustuhlutverki svæðisins um leið og það dregur úr fjölbreytni í atvinnulífi á svæðinu, að mati borgarafundarins.

„Niðurskurður sem þessi eykur miðstýringu frá höfuðborgarsvæðinu og viðheldur öfugþróun undanfarinna ára þar sem ríkisrekstur blés út á því svæði á meðan umsvif hins opinbera í besta falli stóðu í stað út um land. Nú frekar en nokkru sinni er nauðsynlegt að nýta slagkraft landsbyggðarinnar sem er vel í stakk búin til að koma að endurreisn þeirri sem nú stendur yfir. Í Skagafirði eru fjölmörg sóknarfæri m.a. á sviði undirstöðuatvinnugreina þjóðarinnar. Þannig gæti Skagafjörður ásamt öðrum vaxtarsvæðum landsbyggðarinnar gegnt lykilhlutverki í endurreisn íslensks samfélags."

Að lokum eru fulltrúar ríkisvaldsins hvattir til að taka höndum saman við heimaaðila og nýta sóknarfæri svæðisins í stað þess að vega að undirstöðum opinberrar þjónustu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×