Enski boltinn

Birmingham ætlar ekki að eyða 40 milljónum punda í stórstjörnur

Ómar Þorgeirsson skrifar
Alex McLeish.
Alex McLeish. Nordic photos/AFP

Sammy Yu, nýráðinn aðstoðarstjórnarformaður Birmingham, hefur ítrekað að þrátt fyrir að félagið ætli sér vissulega að eyða peningum til leikmannakaupa þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar ætli það sér ekki að kaupa neinar stórstjörnur.

Á þessum tímapunkti leggur Yu áherslu á að fá leikmenn sem styrkja leikmannahópinn og geta aðlagast fljótt og vel.

„Það gagnast lítið að eyða 40 milljónum punda í eina eða tvær stórstjörnur sem standa bara á miðjum vellinum og bíða eftir því að fá boltann.

Við þurfum frekar að fá nokkra góða leikmenn sem styrkja leikmannahópinn og leggja sig fram fyrir liðið.

Við þurfum að byggja þetta upp skref fyrir skref en ekki setja öll eggin í sömu körfuna," segir Yu en knattspyrnustjórinn Alex McLeish er sagður áhugasamur um að fá Aiden McGeady frá Celtic og tvímenningana Alan Hutton og Roman Pavlyuchenko frá Tottenham.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×