Enski boltinn

Manchester City aftur á sigurbraut

Ómar Þorgeirsson skrifar
Carlos Tevez.
Carlos Tevez. Nordic photos/Getty images

Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Manchester City vann 3-1 sigur gegn West Ham á Borgarleikvanginum í Manchester.

Carlos Tevez reyndist fyrrum liðsfélögum sínum í West Ham erfiður en hann skoraði tvö mörk í leiknum en Martin Petrov skoraði svo eitt mark fyrir heimamenn.

Carlton Cole skoraði eina mark gestanna sem eru áfram í fallsæti en City skaust upp í fimmta sæti deildarinnar með sigrinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×