Enski boltinn

Babel hefur áhyggjur af því að HM-sæti hans sé í hættu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Babel skoraði tvö mörk á móti Hull eftir að hafa komið inn á sem varamaður.
Ryan Babel skoraði tvö mörk á móti Hull eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Mynd/AFP

Ryan Babel er staðráðinn í að vinna sér sæti í byrjunarliði Liverpool því ef honum tekst það ekki óttast hann að sæti hans í HM-hóp Hollendinga sé í mikilli hættu. Babel komst í fyrstu ekki í hópinn hjá Hollendingum í síðustu leikjum liðsins en var síðan kallaður inn vegna forfalla Ibrahim Afellay.

„Það ýtti við mér að vera ekki valinn í hollenska landsliðið. Ég þarf núna að nýta öll mín tækifæri," sagði Ryan Babel. „Staðan er skýr því þetta verður að vera mitt ár. Ég geri allt sem ég get til þess að komast í liðið," sagði Babel sem hefur skoraði 2 mörk í 3 deildarleikjum með Liverpool á þessu tímabili

„Ég veit að það er ekki auðvelt að komast í Liverpool-liðið en ég er enn sannfærður um það að ég geti orðið mikilvægur leikmaður fyrir Liverpool," sagði Ryan Babel sem hefur skorað 9 mörk í 58 deildarleikjum á þessum þremur árum sem hann hefur verið á Anfield.

„Ég var búinn að vera með í 33 landsleikjum í röð en svo var ég allt í einu ekki valinn. Það gerði mig hræddan um að HM-sætið væri í hættu. Ég gerði mér grein fyrir því að ég verð að spila fullt af leikjum með Liverpool til að tryggja mér farseðillinn á HM," sagði Ryan Babel sem hefur skorað 5 mörk í 34 landsleikjum fyrir Hollendinga.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×