Innlent

Samfylkingin með 35% í Reykjavík suður

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Samfylkingin nýtur mest fylgis allra flokka í Reykjavíkurkjördæmi suður en fylgi flokksins mælist 34,7% í nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup sem greint var frá í síðdegisfréttum Ríkisútvarpsins. Þrír flokkar ná kjördæmakjörnum mönnum á þing samkvæmt könnuninni.

Vinstri grænir fá 27,5% fylgi í könnuninni og stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist 22,6%. Samkvæmt þessu fengi Samfylkingin fjóra þingmenn, Vinstri grænir þrjá og Sjálfstæðisflokkurinn tvo.

Framsóknarflokkurinn mælist með 6,2% stuðning í könnunni. Fylgi Borgarahreyfingarinnar er 5,2%, Lýðræðishreyfingin 3% og þá nýtur Frjálslyndi flokkurinn stuðnings 0,5% kjósenda í kjördæminu.

Níu af ellefu þingmönnum kjördæmisins eru kjördæmakjörnir. Skipting jöfnunarsæta er ekki skoðuð í könnunni. Í seinustu þingkosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn fimm þingmenn í kjördæminu, Samfylkingin þrjá, Vinstri grænir tvo og Frjálslyndi flokkurinn einn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×