Enski boltinn

Agüero: Ég myndi passa vel í Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sergio Agüero, leikmaður Atletico Madrid.
Sergio Agüero, leikmaður Atletico Madrid. Nordic Photos / AFP

Argentínumaðurinn Sergio Agüero segir að hann myndi passa vel að leikstíl Chelsea en hann hefur verið ítrekaður orðaður við Lundúnarfélagið á síðustu mánuðum.

Atletico Madrid mun hafa hafnað tilboði í kappann nú í byrjun desember en liðið gerði slíkt hið sama í sumar.

„Ég held að Chelsea hafi áhuga á mér vegna þess að þeir halda að ég myndi passa vel að leikstíl liðsins. Og ég er sammála því," sagði Agüero við The Sun í dag.

„Ég fylgist auðvitað vel með ensku úrvalsdeildinni í sjónvarpi enda tel ég að hún sé besta deild heims, ásamt spænsku úrvalsdeildinni."

„Það eru margir mjög góðir leikmenn í deildinni en Didier Drogba er besti framherjinn í deildinni í dag. Þar á eftir kemur Fernando Torres."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×