Enski boltinn

Aron Einar hafði betur gegn Kára

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson í leik með Coventry.
Aron Einar Gunnarsson í leik með Coventry. Nordic Photos / Getty Images

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Coventry unnu í dag 1-0 sigur á Plymouth í ensku B-deildinni í knattspyrnu.

Aron Einar lék allan leikinn með Coventry og Kári Árnason gerði slíkt hið sama í liði Plymouth.

Heiðar Helguson lék allan leikinn er Watford tapaði fyrir Peterborough á útivelli, 2-1.

Emil Hallfreðsson var einnig í liði Barnsley sem gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace á útivelli, 1-1.

Allir Íslendingarnir hjá Reading komu við sögu er liðið gerði jafntefli við Bristol City á útivelli, 1-1. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn, Gylfi Þór Sigurðsson var skipt út af á 65. mínútu en Brynjar Björn Gunnarsson kom inn á i hálfleik.

Watford er í þrettánda sæti deildarinnar með 30 stig, Barnsley því sextánda með 27 stig, Coventry í sautjánda með 25 stig, Reading í 20. sæti með 22 stig og Plymouth í 24. sæti með fimmtán stig.

Í ensku C-deildinni gerði Hartlepool og Yeovil 1-1 jafntefli. Ármann Smári Björnsson lék allan leikinn í liði Hartlepool sem er í ellefta sæti deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×