Fótbolti

Guðjón Þórðarson með ungmennalandsliði Englands

Guðjón Þórðarson, stjóri Crewe, eyddi tíma með ungmennalandsliði Englands á dögunum. Liðið er komið í úrslitaleikinn á Evrópumóti U-21 árs liða en Stuart Pearce þjálfar liðið. Guðjón var í Svíþjóð að vinna að Uefa Pro Licence þjálfaragráðunni.

Undirbúningstímabil liðsins hefst á mánudaginn. Liðið féll sem kunnugt er í næst neðstu deild Englands þar sem það hefur ekki verið í fimmtán ár. Hann leitar nú að leikmönnum til að styrkja leikmannahópinn en ellefu leikmenn fóru frá félaginu eftir fallið.

Hann hefur aðeins keypt einn leikmann síðan þá en er vongóður um að bæta við fljótlega. „Ég er með marga möguleika á mínum snærum. Ég mun ekki kaupa ellefu nýja leikmenn en ég mun kaupa réttu mennina til að hjálpa okkur á næsta tímabili," sagði stjórinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×