Enski boltinn

Það verður erfitt að fylla í skarð Laursen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Laursen í leik með Aston Villa.
Martin Laursen í leik með Aston Villa. Mynd/AFP

Martin O'Neill, stjóri Aston Villa, gerir sér vel grein fyrir því að það mun reyna á hann og hans samstarfsmenn á félagsskiptamarkaðnum í sumar. O'Neill segir það verði erfitt að fylla í skarð Danans Martin Laursen sem varð á dögunum að leggja skónna á hilluna.

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Aston Villa hefur saknað Martin Laursen síðan að hann meiddist. Villa-hefur aðeins unnið einn leik síðan um miðjan febrúar og á þeim tíma hefur liðið verið að fá á sig tvö mörk að meðaltali í leik. Martin Laursen glímdi við erfið hnémeiðsli.

„Þetta er mikið áfall fyrir okkur því hann hefur staðið sig frábærlega," sagði O'Neill um það að Laursen yrði að leggja skónna á hilluna. „Það er ekki hægt annað að hrósa honum. Hann hafði frábært hugafar og mikið hugrekki inn á vellinum. Hann skorað mörk og bjargaði mörkum og ég er mjög ánægður með að stuðningsmenn Villa hafi fengið tækifæri til að sjá þennan flotta fótboltamann spila," segir O'Neill.

„Hvar á ég að finna mann til að fylla skarð Martins? Það verður mjög erfitt verkefni. Við verðum að leita og reyna að finna eftirmann hans. Ég er að vona að hann leynist þarna úti," sagði O'Neill.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×