Innlent

Sjálfstæðismenn söfnuðu 328 milljónum frá leynivinum

Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins.
Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins. MYND/Pjetur

Í tölum Ríkisendurskoðunar um framlög til stjórnmálaflokkanna og frambjóðenda þeirra kemur fram að á árunum 2002 til 2006 þáði flokksskrifstofa Sjálfstæðisflokksins allt í allt rúmlega 328 milljónir króna í styrki frá einstaklingum og lögaðilum. Enginn þeirra er þó nafngreindur í þeim gögnum sem flokkurinn sendi Ríkisendurskoðun.

Árið 2002 söfnuðust tæpar 57 milljónir króna og þar er hæsta framlagið fjórar og hálf milljón. Árið 2003 söfnuðust 72 milljónir og hæsta framlagið það árið var fimm milljónir. Árið 2004 komu í hús tæpar sextíu milljónir og var hæsta framlagið fimm milljónir. 2005 komu tæpar 43 milljónir í hús og hæsta framlagið það árið nam einnig fimm milljónum.

Árið 2006 sker sig síðan töluvert úr en þá söfnuðust 104 milljónir og 240 þúsund krónur í koffortin og ber þar langhæst 30 milljón króna framlag frá einum aðila. Þar er um að ræða styrk frá FL Group sem fréttastofa hefur áður fjallað um.


Tengdar fréttir

Birta upplýsingar um framlög til stjórnmálaflokka 2002 - 2006

Ríkisendurskoðun hefur birt samræmdar upplýsingar um fjárframlög til Framsóknarflokksins, Reykjavíkurlistans og Samfylkingarinnar á tímabilinu 2002-2006. Einnig upplýsingar um framlög til aðalskrifstofa Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs auk nokkurra eininga sem tilheyra síðarnefnda flokknum á sama tímabili.

Steinunn Valdís fékk tvær milljónir frá Landsbankanum

Steinunn Valdís Óskarsdóttir fékk hæsta einstaka styrk allra þátttakenda í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir Alþingiskosningar árið 2007. Hún fékk tvær milljónir frá Landsbankanum en auk þess fékk hún eina milljón frá Baugi Group og FL Group. Helgi Hjörvar fékk hæstu styrkina eða alls um 5,6 milljónir. Þetta kemur fram í yfirliti sem Ríkisendurskoðun birti á vefsíðu sinni í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.