Enski boltinn

Ferguson: Rooney er aldrei ánægður þegar honum er skipt útaf

Ómar Þorgeirsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United lét sér fátt um finnast þegar hann var inntur eftir viðbrögðum Wayne Rooney þegar honum var skiptu útaf í sigurleiknum gegn Besiktas í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöld.

Rooney spilaði einn frammi í um það bil klukkutíma áður en honum var skipt af velli og þá sauð á honum og hann grýtti takkaskónum frá sér þegar hann var búinn að fara úr þeim og hristi hausinn ítrekað.

„Rooney er aldrei ánægður þegar honum er skipt útaf. Hann býr yfir svo miklum krafti að hann vill spila alla leiki og vera inni á vellinum allan tímann. Þar sem hann var hins vegar að spila einn frammi þá var það alltaf í plönum mínum að taka hann af velli.

Þetta var því ekkert óeðlilegt og viðbrögð Rooney komu mér ekki á óvart heldur," segir Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×