Enski boltinn

Tevez sagður hafa samið við City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlos Tevez fagnar marki í leik með Manchester United.
Carlos Tevez fagnar marki í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Bresk útvarpsstöð hélt því fram í dag að Carlos Tevez væri búinn að ganga frá samkomulagi við Manchester City.

Breskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um mál Tevez undanfarna daga en talið er að Manchester United og Manchester City séu að keppast um að tryggja sér þjónustu kappans á næstu árum.

Samningsréttur Tevez er í eigu íranska viðskiptajöfursins Kia Joorabchian sem gerir mál hans flókið. Hann hefur síðastliðin tvö ár verið hjá Manchester United á lánssamningi.

Tevez hefur verið sagður óánægður með að missa af nokkrum mikilvægum leikjum United á leiktíðinni en hann fengi örugglega að spila meira hjá City. Síðarnefnda liðið tekur þó ekki þátt í Evrópukeppni á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×