Enski boltinn

Cole getur komist í sögubækurnar

NordicPhotos/GettyImages

Varnarmaðurinn Ashley Cole hjá Chelsea gæti náð einstökum áfanga þann 30. maí þegar hann leikur til úrslita um enska bikarinn gegn Everton.

Cole gæti þannig orðið fyrsti maðurinn síðan fyrir aldamótin 1900 til að vinna enska bikarinn fimm sinnum.

Enski landsliðsmaðurinn lyfti bikarnum þrisvar með Arsenal á sínum tíma og einu sinni með Chelsea - og getur bætt fimmta titlinum í safnið í lok mánaðarins.

Síðasti maðurinn til að vinna fimm bikarmeistaratitla var Jimmy Forest hjá Blackburn árið 1891, en tveir menn náðu þessum áfanga á undan Forest nítjándu öldinni.

"Það yrði frábært fyrir mig að vinna bikarinn í fimmta sinn. Ég vil ekki segja að það fullkomni leiktíðina hjá okkur ef við vinnum, því við hefðum kosið að komast lengra í meistaradeildinni, en vonandi náum við að lyfta bikarnum. Lið eins og Chelsea verður að vinna titla á hverju ári," sagði Cole í samtali við Sun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×