Fótbolti

U-21 árs lið Englands flengt í úrslitaleiknum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Þjóðverjar fagna marki Gonzalo Castro í kvöld.
Þjóðverjar fagna marki Gonzalo Castro í kvöld. Nordic photos/AFP

U-21 árs lið Þjóðverja vann Englendinga auðveldlega, 4-0, í úrslitaleik EM u-21 ára í Svíþjóð í kvöld. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Þjóðverja.

Gonzalo Castro skoraði eina mark fyrri hálfleiks á 23. mínútu en Mesut Ozil bætti við öðru marki fyrir Þjóðverja snemma í síðari hálfeik.

Sandro Wagner gerði svo endanlega út um leikinn fyrir Þjóðverja með tvennu á fimm mínútna kafla þegar skammt var eftir af leiknum og þar við sat.

Stuart Pearce, þjálfari Englendinga, kannast eflaust betur við það en flestir aðrir að tapa gegn Þjóðverjum á stórmótum en hann var í tapliði sem leikmaður gegn þeim þýsku á HM árið 1990 og EM árið 1996.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×