Enski boltinn

Alonso: Veit ekki hvar ég spila á næsta tímabili

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Xabi Alonso í leik með Liverpool.
Xabi Alonso í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Xabi Alonso, leikmaður Liverpool og spænska landsliðsins, segist enga fullvissu hafa um hvar hann muni spila á næstu leiktíð.

Alonso hefur undanfarið verið að spila með spænska landsliðinu í Álfukeppninni í Suður-Afríku og var spurður eftir leik liðsins gegn heimamönnum í gær hvort hans mál myndu skýrast fljótlega.

„Ég veit það ekki. Ég veit ekki hvar ég mun spila á næstu leiktíð," sagði Alonso.

Hann hefur helst verið orðaður við Real Madrid í heimalandi sínu en einnig við bæði Manchester City og Chelsea. Það hefur verið sagt að það muni kosta 25 milljónir punda að kaupa hann undan samningnum við Liverpool.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×