Enski boltinn

Rooney: Ég get fyllt skarð Ronaldo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney í leik með Mancester United.
Wayne Rooney í leik með Mancester United. Nordic Photos / Getty Images

Wayne Rooney segir að hann geti fyllt skarðið í liði Manchester United sem Cristiano Ronaldo skildi eftir sig þegar hann fer til Real Madrid.

En auk þess að missa Ronaldo er ljóst að Carlos Tevez mun ekki spila áfram með félaginu og vonast Rooney því til að Ferguson muni styrkja leikmannahóp liðsins í sumar.

„Cristiano og Carlos skoruðu mikið af mörgum fyrir okkur á síðastu tveimur tímabilum en ég vil halda að ég geti fyllt í þetta skarð," sagði Rooney í samtali við enska fjölmiðla.

„Ég vil spila í stöðu þar sem mér finnst ég vera bestur. Það eru margir sem halda því fram að það sé sem framherji."

„Það eru mikil forréttindi að spila með Manchester United en mér finnst ég takmarkaður þegar ég er á kantinum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×