Enski boltinn

Manchester United að klófesta Valencia

Ómar Þorgeirsson skrifar
Antonio Valencia.
Antonio Valencia. Nordic photos/Getty images

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar eru Englandsmeistarar Manchester United við það að ganga frá kaupum á vængmanninum Antonio Valencia frá Wigan en kaupverðið er sagt vera 16 milljónir punda.

Hinn 23 ára gamli Valencia á aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun og rita nafn sitt á samninginn til þess að gengið verði frá félagsskiptum hans og búist er við því að félögin staðfesti fregnirnar jafnvel seinna í dag eða í kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×