Enski boltinn

Jóhannes Karl fékk úrvalsdeildarsæti í afmælisgjöf

Jóhannes Karl er hér í harðri baráttu á Wembley í dag
Jóhannes Karl er hér í harðri baráttu á Wembley í dag Nordic Photos/Getty Images

Jóhannes Karl Guðjónsson á líklega aldrei eftir að gleyma 29. afmælisdegi sínum, en í dag tryggði lið hans Burnley sér sæti í ensku úrvalsdeildinni með sigri á Sheffield United í úrslitaleik umspilsins í B-deildinni.

Það var Wade Elliot sem skoraði sigurmark leiksins með laglegu skoti strax á 13. mínútu leiksins.

Sheffield United þótti sigurstranglegra liðið fyrir leikinn á Wembley, en Jóhannes Karl og félagar blésu á allar hrakspár og eru komnir í hóp þeirra bestu á Englandi í fyrsta sinn í 33 ár.

Jóhannes Karl var á varamannabekk Burnley í dag en kom inn sem varamaður strax eftir 27 mínútur á afmælisdegi sínum þegar Chris McCann meiddist.

Sheffield lék síðustu tíu mínúturnar með tíu menn inni á vellinum þar sem varamaðurinn Jamie Ward náði að næla sér í tvö gul spjöld á þeim 22 mínútum sem hann spilaði.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×