Enski boltinn

Ashley loksins að losna við Newcastle

Ómar Þorgeirsson skrifar
Mike Ashley.
Mike Ashley. Nordic photos/AFP

Fjárfestingarfélagið Profitable Group í Singapúr í Asíu hefur staðfest að það hafi áhuga á að kaupa enska b-deildarfélagið Newcastle en eigandi þess, Mike Ashley, er búinn að vera að leita eftir kaupendum í þó nokkurn tíma.

Profitable Group er sagt vera með yfirhöndina í kapphlaupinu um Newcastle eftir að félagið féll úr efstu deild og Ashley neyddist til þess að lækka upphaflegan verðmiða talsvert. Eigur Ashley eru nú metnar á helmingi lægra verð núna en fyrir kreppu.

Formlegt kauptilboð mun ekki liggja fyrir eins og er en viðræður eru taldar vera á byrjunarstigi.

Meðal starfsmanna hjá Profitable Group er Steve McMahon, fyrrum leikmaður Liverpool og enska landsliðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×