Enski boltinn

Meiðsli Neville alvarlegri en fyrst var haldið

Ómar Þorgeirsson skrifar
Phil Neville.
Phil Neville. Nordic photos/AFP

Fyrirliðinn Phil Neville hjá Everton meiddist í 2-1 tapi Everton gegn Fulham í gær eftir að hafa verið tæklaður af Dickson Etuhu. Dómari leiksins dæmdi ekki einu sinni aukaspyrnu á atvikið og knattspyrnustjórinn David Moyes var brjálaður eftir leikinn.

Í fyrstu var talið að Neville væri ekki alvarlega meiddur en nú er útlit fyrir að hann hafi skaddað liðbönd í öðru hnénu og geti þurft að dveja lengi frá keppni.

Hversu lengi hann verður frá keppni mun ráðast á næsta sólarhring eftir að hann verður búinn að fara í gegnum nánari skoðun á hnénu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×