Betra hefði verið að taka ekki við styrkjunum árið 2006 14. apríl 2009 18:30 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segir að styrkir til flokksins frá fjársterkum fyrirtækjum árið 2006 hafi verið óeðlilegir eftir á að hyggja. Betra hefði verið að taka ekki við þeim. Á sínum tíma hafi það hins vegar horft öðruvísi við. Styrkir til Samfylkingar margfölduðust árið 2006 frá árunum á undan. Fjárhagsstaða flokksins í árslok 2005 var slæm og skuldaði flokkurinn yfir 50 milljónir króna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi formaður Samfylkingar, baðst undan viðtali en sagði meðal annars þetta um málið í samtali við fréttastofu: ,,Í ársbyrjun 2006 hófst fjársöfnun, sem fór fram með vitund og vilja mínum. Skrifstofa flokksins skipulagði átakið, en leitað var til 30 fyrirtækja og fékkst samtals 36 milljóna króna stuðningur frá 15 þeirra, hæsti styrkurinn nam 5 milljónum. Við byrjuðum á þessu mun fyrr en lög voru sett um hámarksstyrki til stjórnmálaflokka, en vissum hins vegar af þeim breytingum sem framundan voru. Ljóst var að erfitt yrði að fara með tugmilljóna skuldir inn í nýtt umhverfi og kosningaárið 2007 var framundan." Því var ráðist í fjársöfnunina að sögn Ingibjargar og segist hún hafa haft milligöngu um að tala við fyrirtæki, líkt og ýmsir aðrir flokksmenn. ,,Í ljósi þess sem síðan hefur gerst er þetta óeðlilegt og hefði betur verið látið ógert. Árið 2006 þótti hins vegar ekkert athugavert við þetta, upphæðirnar voru í samræmi við það sem þá var í gangi - ekki bara sem styrkir til stjórnmálaflokka, en einnig til félagasamtaka og annarra. Þetta var það umhverfi sem stjórnmálaflokkar bjuggu við á þessu tíma, þeir höfðu ekki í önnur hús að venda. Sem betur fer er það breytt." Og þess má geta að umdeildir risastyrkir til Sjálfstæðisflokksins voru ræddir á fundi þingflokksins í dag, en ákveðið var að flokksmenn settu undir sig hausinn og keyrðu inn í kosningabaráttuna, eins og einn þingmaðurinn orðaði það. Að sögn formanns flokksins er staða Guðlaugs Þórs Þórðarsonar óbreytt. Kosningar 2009 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segir að styrkir til flokksins frá fjársterkum fyrirtækjum árið 2006 hafi verið óeðlilegir eftir á að hyggja. Betra hefði verið að taka ekki við þeim. Á sínum tíma hafi það hins vegar horft öðruvísi við. Styrkir til Samfylkingar margfölduðust árið 2006 frá árunum á undan. Fjárhagsstaða flokksins í árslok 2005 var slæm og skuldaði flokkurinn yfir 50 milljónir króna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi formaður Samfylkingar, baðst undan viðtali en sagði meðal annars þetta um málið í samtali við fréttastofu: ,,Í ársbyrjun 2006 hófst fjársöfnun, sem fór fram með vitund og vilja mínum. Skrifstofa flokksins skipulagði átakið, en leitað var til 30 fyrirtækja og fékkst samtals 36 milljóna króna stuðningur frá 15 þeirra, hæsti styrkurinn nam 5 milljónum. Við byrjuðum á þessu mun fyrr en lög voru sett um hámarksstyrki til stjórnmálaflokka, en vissum hins vegar af þeim breytingum sem framundan voru. Ljóst var að erfitt yrði að fara með tugmilljóna skuldir inn í nýtt umhverfi og kosningaárið 2007 var framundan." Því var ráðist í fjársöfnunina að sögn Ingibjargar og segist hún hafa haft milligöngu um að tala við fyrirtæki, líkt og ýmsir aðrir flokksmenn. ,,Í ljósi þess sem síðan hefur gerst er þetta óeðlilegt og hefði betur verið látið ógert. Árið 2006 þótti hins vegar ekkert athugavert við þetta, upphæðirnar voru í samræmi við það sem þá var í gangi - ekki bara sem styrkir til stjórnmálaflokka, en einnig til félagasamtaka og annarra. Þetta var það umhverfi sem stjórnmálaflokkar bjuggu við á þessu tíma, þeir höfðu ekki í önnur hús að venda. Sem betur fer er það breytt." Og þess má geta að umdeildir risastyrkir til Sjálfstæðisflokksins voru ræddir á fundi þingflokksins í dag, en ákveðið var að flokksmenn settu undir sig hausinn og keyrðu inn í kosningabaráttuna, eins og einn þingmaðurinn orðaði það. Að sögn formanns flokksins er staða Guðlaugs Þórs Þórðarsonar óbreytt.
Kosningar 2009 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira