Enski boltinn

Chelsea og Liverpool á höttunum eftir Valbuena

Ómar Þorgeirsson skrifar
Mathieu Valbuena í leik með Marseille.
Mathieu Valbuena í leik með Marseille. Nordic photos/Getty images

Miðjumaðurinn knái Mathieu Valbuena hjá Marseille er talinn vera undir smásjá nokkurra enskra félaga, þar á meðal Chelsea og Liverpool, en leikmaðurinn er jafnframt sjálfur sagður vilja yfirgefa herbúðir franska félagsins.

„Mathieu er mjög áhugasamur um að spila í ensku úrvalsdeildinni, bestu deild í Evrópu. Ég held að það séu góðar líkur á því að hann fari frá Marseille í sumar," segir Cristophe Hutteau umboðsmaður leikmannsins.

Wigan hefur einnig áhuga á Valbuena og er samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar eina félagið sem hefur lagt fram kauptilboð í leikmanninn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×