Enski boltinn

Carrick getur ekki spilað með enska landsliðinu vegna meiðsla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Carrick (til hægri) í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Michael Carrick (til hægri) í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Mynd/AFP

Michael Carrick leikmaður Manchester United hefur dregið sig út enska landsliðinu fyrir leiki í undankeppni HM. Carrick er meiddur á fæti og í stað hans hefur Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, kallað á James Milner 23 ára leikmann Aston Villa.

Michael Carrick lék allar 90 mínúturnar með Manchester United þegar liðið tapaði fyrir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í síðustu viku. Hann hefur ekki byrjað inn á hjá enska landsliðinu síðan 2006 og því ekki líklegur til að vera í byrjunarliðinu í leikjunum á móti Kasakstan og Andorra.

Fjarvera Carrick þýðir að Capello er aðeins með þrjá miðjumenn í hópnum þá Steven Gerrard, Frank Lampard og Gareth Barry. Aðrir miðjumenn eru kantmenn.

Landsliðshópur Englendinga á móti Kasakstan og Andorra:

Markmenn: Scott Carson (West Bromwich Albion), Robert Green (West Ham United), Paul Robinson (Blackburn Rovers)

Varnamenn: Wayne Bridge (Manchester City), Ashley Cole (Chelsea), Rio Ferdinand (Manchester United), Glen Johnson (Portsmouth), Joleon Lescott (Everton), Gary Neville (Manchester United), John Terry (Chelsea), Matthew Upson (West Ham United)

Miðjumenn: Gareth Barry (Aston Villa), David Beckham (AC Milan loan from LA Galaxy), Steven Gerrard (Liverpool), Frank Lampard (Chelsea), James Milner (Aston Villa), Theo Walcott (Arsenal), Shaun Wright-Phillips (Manchester City), Ashley Young (Aston Villa)

Sóknarmenn: Carlton Cole (West Ham United), Peter Crouch (Portsmouth), Jermain Defoe (Tottenham Hotspur), Emile Heskey (Aston Villa), Wayne Rooney (Manchester United)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×