Enski boltinn

Fabio Capello búinn að velja hópinn á móti Hollandi - Owen ekki með

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Owen er ekki hópnum þrátt fyrir góða frammistöðu með Manchester United á undirbúningstímabilinu.
Michael Owen er ekki hópnum þrátt fyrir góða frammistöðu með Manchester United á undirbúningstímabilinu. Mynd/AFP

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, er búinn að velja 23 manna hóp fyrir vináttulandsleik á móti Hollandi í Amsterdam á miðvikudaginn. Capello valdi hvorki Michael Owen hjá Manchester United eða David James hjá Portsmouth í hópinn að þessu sinni.

Í staðinn fyrir Michael Owen voru framherjarnir Carlton Cole, Jermain Defoe og Emile Heskey valdir í hópinn auk Wayne Rooney sem er fastamaður í enska landsliðinu. David James fór í axlaraðgerð í vor en er farinn að spila á nýjan leik með Portsmouth.

Enski landsliðshópurinn á móti Hollandi:

Markmenn: Ben Foster (Manchester United), Robert Green (West Ham United), Paul Robinson (Blackburn Rovers)

Varnarmenn: Wayne Bridge (Manchester City), Ashley Cole (Chelsea), Rio Ferdinand (Manchester United), Glen Johnson (Liverpool), Joleon Lescott (Everton), John Terry (Chelsea), Matthew Upson (West Ham United)

Miðjumenn: Gareth Barry (Manchester City), David Beckham (LA Galaxy), Michael Carrick (Manchester United), Steven Gerrard (Liverpool), Frank Lampard (Chelsea), James Milner (Aston Villa), Theo Walcott (Arsenal), Shaun Wright-Phillips (Manchester City), Ashley Young (Aston Villa)

Framherjar: Carlton Cole (West Ham United), Jermain Defoe (Tottenham Hotspur), Emile Heskey (Aston Villa), Wayne Rooney (Manchester United)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×