Heim frá Asíu á mótorhjóli 17. júlí 2009 04:00 Viðgerð í Mongólíu Hjól Viggós þurfti aðhlynningu eftir byltu á sléttum Mongólíu.MYndir/Ingólfur Kolbeinsson og Viggó Már Jense „Þetta er algjör lúxus. Í fyrsta skipti í meira en þrjá mánuði þurfum við ekki að sofa í sama herbergi,“ segir Ingólfur Kolbeinsson sem ásamt Viggó Má Jensen er nú í Frakklandi og á endaspretti mótorhjólaferðar frá Taílandi til Íslands. Við upphaf ferðar Langferðin hófst í Bangkok í Taílandi í byrjun apríl. Ingólfur, sem verið hefur á Nýja-Sjálandi við nám í vélaverkfræði síðustu þrjú árin, kveðst hafa viljað nota tækifærið fyrst hann var kominn hálfa leið yfir hnöttinn og nota heimferðina til að sjá staði sem hann þekkti lítt til áður. Úr varð ferð á mótorhjólum frá Taílandi til Reykjavíkur. Hann fékk æskuvin sinn Viggó með í för og lögðu þeir í hann í byrjun apríl. Á leiðinni hafa þeir safnað áheitum fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Með skólabörnum Ingólfur með fulltrúum ungu kynslóðarinnar í Laos. „Þetta hefur í stórum dráttum gengið vel fyrir utan að við fengum ekki að fara um Kína og lentum í vandræðum með vegabréfsáritun til Rússlands,“ segir Ingólfur. „Stundum áttum við í basli við að komast í samband við umheiminn, meðal annars vegna þess að við týndum tvisvar farsímum og þá var fólkið heima stundum smeykt um okkur,“ segir Ingólfur. Áfram veginn Aurbleytan í Mongólíu tafði för ferðalanganna.. Stóran hluta leiðarinnar gistu félagarnir í tjaldi en annars staðar gátu þeir keypt gistingu. Af allri ferðinni segir Ingólfur Mongólíu hafa komið mest á óvart. fjarri heimahögum Viggó býður upp á kartöflusúpu í víðáttu Mongólíu. „Mongólía var hápunkturinn. Hirðingjarnir þar eru sjálfbærustu menn sem ég hef séð á minni lífsleið. Þeir búa til allan sinn mat án þess að nota traktora, áburð eða annað sem vestrænir bændur nota. Þeir eru þó farnir að nýta sér tæknina og eru með sjónvörp, GSM-síma og gervihnattadisk og þetta knýja þeir með sólarraflöðum. Þetta fólk var mjög skemmtilegt og sátt við sitt hlutskipti,“ segir Ingólfur Kolbeinsson. gar@frettabladid.is Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
„Þetta er algjör lúxus. Í fyrsta skipti í meira en þrjá mánuði þurfum við ekki að sofa í sama herbergi,“ segir Ingólfur Kolbeinsson sem ásamt Viggó Má Jensen er nú í Frakklandi og á endaspretti mótorhjólaferðar frá Taílandi til Íslands. Við upphaf ferðar Langferðin hófst í Bangkok í Taílandi í byrjun apríl. Ingólfur, sem verið hefur á Nýja-Sjálandi við nám í vélaverkfræði síðustu þrjú árin, kveðst hafa viljað nota tækifærið fyrst hann var kominn hálfa leið yfir hnöttinn og nota heimferðina til að sjá staði sem hann þekkti lítt til áður. Úr varð ferð á mótorhjólum frá Taílandi til Reykjavíkur. Hann fékk æskuvin sinn Viggó með í för og lögðu þeir í hann í byrjun apríl. Á leiðinni hafa þeir safnað áheitum fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Með skólabörnum Ingólfur með fulltrúum ungu kynslóðarinnar í Laos. „Þetta hefur í stórum dráttum gengið vel fyrir utan að við fengum ekki að fara um Kína og lentum í vandræðum með vegabréfsáritun til Rússlands,“ segir Ingólfur. „Stundum áttum við í basli við að komast í samband við umheiminn, meðal annars vegna þess að við týndum tvisvar farsímum og þá var fólkið heima stundum smeykt um okkur,“ segir Ingólfur. Áfram veginn Aurbleytan í Mongólíu tafði för ferðalanganna.. Stóran hluta leiðarinnar gistu félagarnir í tjaldi en annars staðar gátu þeir keypt gistingu. Af allri ferðinni segir Ingólfur Mongólíu hafa komið mest á óvart. fjarri heimahögum Viggó býður upp á kartöflusúpu í víðáttu Mongólíu. „Mongólía var hápunkturinn. Hirðingjarnir þar eru sjálfbærustu menn sem ég hef séð á minni lífsleið. Þeir búa til allan sinn mat án þess að nota traktora, áburð eða annað sem vestrænir bændur nota. Þeir eru þó farnir að nýta sér tæknina og eru með sjónvörp, GSM-síma og gervihnattadisk og þetta knýja þeir með sólarraflöðum. Þetta fólk var mjög skemmtilegt og sátt við sitt hlutskipti,“ segir Ingólfur Kolbeinsson. gar@frettabladid.is
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira