Enski boltinn

Barry boðinn nýr samningur hjá Villa

NordicPhotos/GettyImages

Eigandi Aston Villa segist bjartsýnn á að halda miðjumanninum Gareth Barry áfram hjá félaginu eftir að hafa boðið honum nýjan samning.

Enski landsliðsmaðurinn var nærri farinn til Liverpool í fyrrasumar en ekkert varð af kaupunum þegar Liverpool reyndist ekki tilbúið að borga uppsett verð fyrir hinn 28 ára gamla Barry.

"Við erum búnir að ræða nýjan samning við Barry og hann fær hæstu meðmæli sem ég get veitt bæði innan sem utan vallar. Ég er bjartsýnn á að hann verði áfram hjá okkur," sagði Randy Lerner, eigandi Villa.

Barry á eitt ár eftir af samningi sínum við Aston Villa og getur því farið frá félaginu fyrir ekkert eftir ár ef Villa nær ekki samkomulagi við hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×