Enski boltinn

Villa vill tvo leikmenn Boro

Elvar Geir Magnússon skrifar
Stewart Downing í baráttunni.
Stewart Downing í baráttunni.

Aston Villa hefur haft samband við forráðamenn Middlesbrough en félagið hefur áhuga á tveimur leikmönnum félagsins. Það eru tyrkneski sóknarmaðurinn Tuncay Sanli og enski vængmaðurinn Stewart Downing.

Boro will fá 20 milljónir punda fyrir leikmennina saman en Villa er víst með lægri upphæð í huga.

Downing verður ekki leikfær fyrr en í október eftir að hafa fótbrotnað í lok síðasta tímabils. Sanli er einnig á óskalista Everton samkvæmt enskum fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×