Enski boltinn

Hart rólegur þrátt fyrir verstu byrjun í sögu Portsmouth

Ómar Þorgeirsson skrifar
Paul Hart.
Paul Hart. Nordic photos/AFP

Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth hafa ekki átt sjö dagana sæla í upphafi tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni og tapað öllum fimm leikjum sínum í deildinni til þessa.

Þrátt fyrir verstu byrjun á tímabili í 111 ára sögu félagsins er knattspyrnustjórinn Paul Hart ekki hræddur um að missa starf sitt.

„Ég geri mér vissulega grein fyrir alvarleika málsins en ég er ekki hræddur við að missa starfið. Ég hef engan tíma til þess að velta því fyrir mér því það eru mikilvægari hlutir til þess að hugsa um í augnablikinu.

Við erum ekki í góðum málum og vorum það ekki í upphafi tímabilsins þegar við vorum aðeins með fjórtán leikfæra leikmenn í leikmannahópnum. Það þýðir hins vegar ekkert að væla yfir því núna heldur verðum við að halda áfram að berjast," segir Hart í viðtali við Portsmouth News.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×