Innlent

Undirbúa stefnu í Lúkasarmáli

Mynd/Anton Brink
Ekki eru öll kurl komin til grafar í Lúkasar-málinu svonefnda, sem kom upp á Akureyri fyrir tveimur árum þegar Helgi Rafn Brynjarsson var ranglega sakaður um að drepa hundinn Lúkas.

Helgi Rafn kærði meiðyrði og hótanir sem hann fékk á netinu til lögreglu. Í ársbyrjun tilkynnti lögreglan á Akureyri honum að hún myndi ekki aðhafast frekar í málinu. Ákvað Helgi Rafn því að fara í einkaréttarlegar aðgerðir gegn þeim sem hótuðu honum.

Að sögn Erlends Þórs Gunnarssonar, lögmanns Helga Rafns, hefur verið gerð sátt við nokkra einstaklinga. Verið er að undirbúa stefnu á hendur þeim sem hafa ekki fallist á sættir, sjö til átta manns.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×