Óviðunandi ógn við ráðherra 14. janúar 2009 06:45 Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis. „Það er algerlega óviðunandi framkoma að veitast að þingmönnum, sem eru að sinna sínum störfum, á leið til þinghússins," segir Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis. Í gær reyndi lítill hópur fólks að varna því að ráðherrar gætu gengið til ríkisstjórnarfundar í Alþingishúsinu. Þegar Geir Haarde forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra bar að gekk lögregla á milli þeirra og mótmælendanna sem hrópuðu að ríkisstjórnin væri vanhæf. Þá upphófust stimpingar. Einn mótmælendanna, ungur karlmaður, gekk út úr röð þeirra, ýtti við lögreglumanni og gekk síðan óáreittur með ógnandi fasi alveg að forsætisráðherra sem stóð fastur fyrir. Enginn lögreglumaður skarst í leikinn. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir að svo virðist sem lögreglumennirnir hafi ekki veitt því eftirtekt þegar mótmælandinn dró sig út úr hópnum og gekk að forsætisráðherra. „Lögreglan var auðsjáanlega að einblína á að reyna að opna leið fyrir fólkið inn í þinghúsið," segir hann. Kristján Kristjánsson, fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherra, segir ráðherrann ekki vilja tjá sig um atburðinn í gær eða öryggismál yfirhöfuð. Forseti Alþingis, Sturla Böðvarsson, hvetur hins vegar menn til hófs og kveðst vona að fólk átti sig á því að slíkir tilburðir þjóni engum málstað. Aðspurður hvort eftirleiðis verði hert á öryggisgæslu segir Geir Jón að það sé að nokkru komið undir mati þeirra sem ógn beinist að. „Telji þeir sér ógnað er brugðist við í samræmi við það," segir yfirlögregluþjónninn sem gefur ekkert uppi um fyrirætlanir lögreglunnar. „Við gefum aldrei upp okkar verkferla. Þá værum við að opna allt upp á gátt." Sturla segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að óska eftir aukinni öryggisgæslu við þinghúsið. Hann voni að ekki þurfi til þess að koma. „Það er ekkert óeðlilegt við það að almenningur mótmæli og tjái afstöðu sína til þessa alvarlega ástands sem hefur skapast í samfélaginu en við verðum að trúa því að á Íslandi geti áfram verið samfélag þar sem jafnt almenningur sem stjórnvöld eigi gott skjól." - gar Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
„Það er algerlega óviðunandi framkoma að veitast að þingmönnum, sem eru að sinna sínum störfum, á leið til þinghússins," segir Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis. Í gær reyndi lítill hópur fólks að varna því að ráðherrar gætu gengið til ríkisstjórnarfundar í Alþingishúsinu. Þegar Geir Haarde forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra bar að gekk lögregla á milli þeirra og mótmælendanna sem hrópuðu að ríkisstjórnin væri vanhæf. Þá upphófust stimpingar. Einn mótmælendanna, ungur karlmaður, gekk út úr röð þeirra, ýtti við lögreglumanni og gekk síðan óáreittur með ógnandi fasi alveg að forsætisráðherra sem stóð fastur fyrir. Enginn lögreglumaður skarst í leikinn. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir að svo virðist sem lögreglumennirnir hafi ekki veitt því eftirtekt þegar mótmælandinn dró sig út úr hópnum og gekk að forsætisráðherra. „Lögreglan var auðsjáanlega að einblína á að reyna að opna leið fyrir fólkið inn í þinghúsið," segir hann. Kristján Kristjánsson, fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherra, segir ráðherrann ekki vilja tjá sig um atburðinn í gær eða öryggismál yfirhöfuð. Forseti Alþingis, Sturla Böðvarsson, hvetur hins vegar menn til hófs og kveðst vona að fólk átti sig á því að slíkir tilburðir þjóni engum málstað. Aðspurður hvort eftirleiðis verði hert á öryggisgæslu segir Geir Jón að það sé að nokkru komið undir mati þeirra sem ógn beinist að. „Telji þeir sér ógnað er brugðist við í samræmi við það," segir yfirlögregluþjónninn sem gefur ekkert uppi um fyrirætlanir lögreglunnar. „Við gefum aldrei upp okkar verkferla. Þá værum við að opna allt upp á gátt." Sturla segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að óska eftir aukinni öryggisgæslu við þinghúsið. Hann voni að ekki þurfi til þess að koma. „Það er ekkert óeðlilegt við það að almenningur mótmæli og tjái afstöðu sína til þessa alvarlega ástands sem hefur skapast í samfélaginu en við verðum að trúa því að á Íslandi geti áfram verið samfélag þar sem jafnt almenningur sem stjórnvöld eigi gott skjól." - gar
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira