Enski boltinn

Gazza sektaður fyrir drykkjulæti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Lögreglan í Newcastle handtók Paul Gascoigne á dögunum þar sem hann var með drykkjulæti á götum úti snemma morguns. Söngvar Gazza á götum úti féllu ekki í kramið hjá íbúum hverfisins sem hringdu í laganna verði.

Löggan stakk Gazza í steininn, lét hann sofa úr sér og sektaði hann síðan áður en hún hleypti honum aftur út á meðal almennings.

Barátta Gazza við Bakkus er ekki ný af nálinni andlega heilsan hefur heldur ekki verið alveg í lagi því hann var í tvígang í fyrra lagður inn á geðsjúkrahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×