Enski boltinn

Wenger útskýrir af hverju hann hafnaði Real

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. Nordic Photos/Getty Images

Arsene Wenger hefur útskýrt af hverju hann hafði ekki áhuga á að taka við þjálfarastarfinu hjá Real Madrid.

Wenger var sterklega orðaður Real eftir að Florentino Perez settist í forsetastólinn á nýjan leik. Wenger ákvað samt að halda tryggð við Arsenal líkt og hann hefur gert síðan 1996.

„Það sem Real vill gera er einstakt. Mitt mat er aftur á móti að það eigi að setja saman lið á annan hátt. Það á að byggja upp lið innan frá og þannig hugsa ég. Leikmennirnir eiga að tengjast félaginu og stuðningsmönnunum," sagði Wenger.

„Minn metnaður liggur í því að ná árangri með slíkt lið. Það var mitt val og ég vil halda því áfram hjá Arsenal. Ég er í uppbyggingarhlutverki með ungu liði hjá Arsenal. Ég vil fylgja því verkefni til enda," sagði Frakkinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×