Enski boltinn

Luis Boa Morte er kominn í portúgalska landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Boa Morte, miðjumaður  West Ham.
Luis Boa Morte, miðjumaður West Ham. Mynd/AfP

Luis Boa Morte, miðjumaður enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, hefur óvænt verið valinn í portúgalska landsliðið en Portúgal mætir Albaníu í undankeppni HM um næstu helgi og Eistlandi í vináttulandsleik vikuna á eftir.

Luis Boa Morte, sem er orðinn 31 árs gamall, hefur ekki verið í landsliðinu í þrjú ár en hann spilaði sinn síðasta landsleik á móti Mexíkó á HM 2006. Boa Morte er einn af sex leikmönnum úr ensku úrvalsdeildinni í hópnum.

„Það er góð tilfinning að vera kominn aftur í portúgalska landsliðið og ég mun reyna að gera allt til þess að bregðast ekki þessu trausti til mín," sagði Boa Morte.

Hinir leikmennirnir úr ensku úrvalsdeildinni eru Ricardo Carvalho, Jose Bosingwa og Deco frá Chelsea og Cristiano Ronaldo og Nani frá Manchester United.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×