Enski boltinn

Davenport: Vil þakka blóðgjöfum, þið björguðu lífi mínu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Calum Davenport.
Calum Davenport. Nordic photos/AFP

Varnarmaðurinn Calum Davenport hjá West Ham er enn rúmfastur á sjúkrahúsi í Bedford á Englandi þar sem hann jafnar sig eftir hrottalega áras sem hann varð fyrir 22. ágúst síðast liðinn þegar hann var stunginn með hnífi í báða fætur.

Davenport var í fyrstu ekki hugað líf vegna mikils blóðmissis eftir árasina og talið var að jafnvel þyrfti að fjarlægja aðra löppina til að bjarga honum. Davenport er hins vegar allur að braggast núna þó svo að hann eigi ennþá langt í land með að ná fullum bata aftur.

„Ég reyni bara að vera jákvæður og vill þakka öllum þeim sem hafa veitt mér og fjölskyldu minni stuðning á þessum erfiðu tímum. Ég vil þakka West Ham og leikmönnum og stuðningsmönnum félagsins fyrir að styðja við bakið á mér og mínum.

Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem gefið hafa blóð, þið björguðuð lífi mínu og ég vill nota tækifærið til þess að hvetja alla til þess að gerast blóðgjafar," segir Davenport í viðtali á opinberri heimasíðu West Ham.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×