Enski boltinn

Hangeland líklega áfram hjá Fulham

Ómar Þorgeirsson skrifar
Brede Hangeland.
Brede Hangeland. Nordic photos/AFP

Varnarmaðurinn Brede Hangeland hefur stöðugt verið orðaður við félagsskipti frá Fulham í sumar og félög á borð við Arsenal, Aston Villa og Manchester City sögð hafa áhuga á norska landsliðsmanninum.

Aston Villa er sagt hafa lagt fram 9 milljón punda kauptilboð í kappann í gær en hann telur þó sjálfur líklegast að hann verði áfram á Craven Cottage á næstu leiktíð.

„Ég er ánægður hjá Fulham og vill skrifa undir nýjan samning og eins og staðan er núna þá er allt útlit fyrir að ég verði áfram hjá félaginu," segir Hangeland í samtali við Aftenbladet.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×