Enski boltinn

Obertan í læknisskoðun hjá United

Ómar Þorgeirsson skrifar
Gabriel Obertan.
Gabriel Obertan. Nordic photos/AFP

Samkvæmt Sky Sports fréttastofunni er franski vængmaðurinn Gabriel Obertan nú að gangast undir læknisskoðun hjá Englandsmeisturum Manchester United og ef heldur sem horfir mun hinn tvítugi U-21 árs landsliðsmaður Frakklands skrifa undir fjögurra ára samning við félagið.

Kaupverðið er talið vera í kringum 3 milljónir punda.

Obertan var nýlega valinn besti leikmaður á móti unglingalandsliða sem fór fram í Toulon en þar endaði Frakkland í öðru sæti á eftir Chile.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×