Enski boltinn

Adebayor sér ekki eftir að hafa traðkað á Van Persie

Ómar Þorgeirsson skrifar
Emmanuel Adebayor.
Emmanuel Adebayor. Nordic photos/AFP

Framherjinn Emmanuel Adebayor hjá Manchester City var í gær dæmdur í þriggja leikja bann af aganefnd enska knattspyrnusambandsins fyrir að traðka á hausnum á fyrrum liðsfélaga sínum Robin Van Persie hjá Arsenal í leik liðanna um síðustu helgi.

Adebayor kveðst ekki sjá eftir neinu þar sem atvikið hafi verið óvart.

„Mér þykir leitt að Robin hafi meitt sig en ég get ekki séð eftir einhverju sem ég ætlaði ekki að gera. Allir sem þekkja mig vita að ég myndi aldrei reyna að meiða einn né neinn, allra síst fyrrum liðsfélaga minn," segir Adebayor í viðtali við The Sun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×