Enski boltinn

Ancelotti vill að Anelka og Cole fái nýja samninga

Ómar Þorgeirsson skrifar
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti hjá Chelsea vonast til þess að þeir Nicolas Anelka og Joe Cole fygli í fótspor þeirra Dider Drogba, Ashley Cole og John Terry og geri langtímasamninga við Lundúnafélagið.

Ancelotti kveðst ekki mega við því að missa lykilleikmenn á þeim átján mánuðum sem alþjóða knattspyrnusambandið FIFA hafi bannað Chelsea að kaupa leikmenn.

„Ég tala aldrei sjálfur um samningamál við leikmenn en frá mínum bæjardyrum séð er mjög mikilvægt að við semjum að nýju við jafn öfluga menn og Nicolas Anelka og Joe Cole," segir Ancelotti á blaðamannafundi fyrir Lundúnaslag Chelsea og Tottenham sem hefst kl. 15 í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×