Enski boltinn

Gazidis staðfestir að Wenger verði áfram

Nordic Photos/Getty Images

Ivan Gazidis, framkvæmdastjóri Arsenal, hefur staðfest að Arsene Wenger knattspyrnustjóri verði örugglega áfram hjá félaginu.

Orðrómur hafði verið á kreiki um að Real Madrid væri á höttunum eftir Wenger eftir vonbrigðaleiktíð hjá Arsenal, en stjórinn sjálfur lýsti því yfir í gær að hann vildi vera áfram.

Nú hefur einn af æðstu mönnum félagsins tekið í sama streng. "Hann verður klárlega áfram. Hann hefur sagt það og við höfum sagt það. Wenger hefur einróma stuðnings stjórnarinnar og við trúum á þá stefnu sem við höfum markað hjá félaginu," sagði Gazidis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×