Innhverf íhugun Lynch til bjargar Íslandi í kreppu 30. apríl 2009 08:00 David Lynch er viss um að innhverf íhugun geti komið Íslendingum að góðum notum nú um stundir. Hann heldur fyrirlestur í Háskólabíói á laugardaginn klukkan 14. Þar er ókeypis aðgangur.Nordicphotos/Getty „Ég hlakka mikið til, er búinn að vera á leiðinni í yfir tuttugu ár,“ segir kvikmyndaleikstjórinn David Lynch. Hann er væntanlegur til landsins á föstudaginn og hyggst flytja fyrirlestur um innhverfa íhugun, eða transcendental meditation eins og hún kallast á ensku. Lynch hefur að eigin sögn stundað innhverfa íhugun frá árinu 1973. Á síðari árum hefur hann einbeitt sér að því að kynna þessa hugleiðslutækni fyrir öllum heiminum, flogið heimshornanna á milli og flutt fagnaðarerindið. Heimildarmynd um ferðir hans er í vinnslu og hann útilokar ekki að Íslandsheimsóknin rati þar inn. „Mér skilst að Sigurjón [Sighvatsson] ætli að vera með tökulið og þetta gæti vel ratað inn,“ segir Lynch en þegar Fréttablaðið náði tali af honum var leikstjórinn staddur í París, í óða önn að búa sig undir Íslandsferðina. Að sögn Lynch getur innhverf íhugun komið Íslendingum að góðum notum í þeirri efnahagskreppu sem nú ríkir, því tæknin eykur möguleika mannskepnunnar á að nýta alla þá orku sem býr innra með henni. „Innhverf íhugun gerir þér kleift að vekja hinn meðvitaða huga til meðvitundar um óendanlega möguleika sína og leysa úr læðingi allan þann kraft sem býr innra með okkur. Í raun má segja að innhverf íhugun hjálpi mannskepnunni að fullnýta alla sína möguleika,“ útskýrir Lynch og bætir því við að samkvæmt kenningunni þurfi aðeins eitt prósent þjóðarinnar að stunda þessa hugleiðslutækni þrisvar á dag til að hún hafi áhrif út á við. „Þar sem þið Íslendingar eruð fámenn þjóð þyrftu því tiltölulega fáir einstaklingar að meðtaka þetta og sinna,“ segir Lynch, sannfærður um að tæknin komi Íslendingum að góðum notum. Leikstjórinn er síður en svo eini þekkti einstaklingurinn sem hefur hallað sér að innhverfri íhugun. Hreyfingin er runnin undan rótum gúrúsins Maharishi Mahesh Yogi sem kom með hana til Bretlands árið 1958. Hún vakti heimsathygli þegar Bítlarnir gengu henni á hönd og bæði Paul McCartney og Ringo Starr hafa stutt dyggilega við bakið á Lynch Foundation, sjóð sem er hugsaður til þess að veita henni brautargengi sem víðast. Lynch sagðist ekki hafa hugmynd um hvernig dagskrá sinni væri háttað hér á landi, hún væri þó þéttskipuð og hann var efins um hvort honum tækist að sjá eitthvað fyrir utan borgarmörkin. „En ég reikna fastlega með því að koma hingað aftur,“ segir Lynch. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
„Ég hlakka mikið til, er búinn að vera á leiðinni í yfir tuttugu ár,“ segir kvikmyndaleikstjórinn David Lynch. Hann er væntanlegur til landsins á föstudaginn og hyggst flytja fyrirlestur um innhverfa íhugun, eða transcendental meditation eins og hún kallast á ensku. Lynch hefur að eigin sögn stundað innhverfa íhugun frá árinu 1973. Á síðari árum hefur hann einbeitt sér að því að kynna þessa hugleiðslutækni fyrir öllum heiminum, flogið heimshornanna á milli og flutt fagnaðarerindið. Heimildarmynd um ferðir hans er í vinnslu og hann útilokar ekki að Íslandsheimsóknin rati þar inn. „Mér skilst að Sigurjón [Sighvatsson] ætli að vera með tökulið og þetta gæti vel ratað inn,“ segir Lynch en þegar Fréttablaðið náði tali af honum var leikstjórinn staddur í París, í óða önn að búa sig undir Íslandsferðina. Að sögn Lynch getur innhverf íhugun komið Íslendingum að góðum notum í þeirri efnahagskreppu sem nú ríkir, því tæknin eykur möguleika mannskepnunnar á að nýta alla þá orku sem býr innra með henni. „Innhverf íhugun gerir þér kleift að vekja hinn meðvitaða huga til meðvitundar um óendanlega möguleika sína og leysa úr læðingi allan þann kraft sem býr innra með okkur. Í raun má segja að innhverf íhugun hjálpi mannskepnunni að fullnýta alla sína möguleika,“ útskýrir Lynch og bætir því við að samkvæmt kenningunni þurfi aðeins eitt prósent þjóðarinnar að stunda þessa hugleiðslutækni þrisvar á dag til að hún hafi áhrif út á við. „Þar sem þið Íslendingar eruð fámenn þjóð þyrftu því tiltölulega fáir einstaklingar að meðtaka þetta og sinna,“ segir Lynch, sannfærður um að tæknin komi Íslendingum að góðum notum. Leikstjórinn er síður en svo eini þekkti einstaklingurinn sem hefur hallað sér að innhverfri íhugun. Hreyfingin er runnin undan rótum gúrúsins Maharishi Mahesh Yogi sem kom með hana til Bretlands árið 1958. Hún vakti heimsathygli þegar Bítlarnir gengu henni á hönd og bæði Paul McCartney og Ringo Starr hafa stutt dyggilega við bakið á Lynch Foundation, sjóð sem er hugsaður til þess að veita henni brautargengi sem víðast. Lynch sagðist ekki hafa hugmynd um hvernig dagskrá sinni væri háttað hér á landi, hún væri þó þéttskipuð og hann var efins um hvort honum tækist að sjá eitthvað fyrir utan borgarmörkin. „En ég reikna fastlega með því að koma hingað aftur,“ segir Lynch. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira