Erlent

Fyrsta staðfesta svínaflensutilfellið í Hollandi

Holland hefur bæst í hóp þeirra ríkja þar sem svínaflensan sem á uppruna sinn í Mexíkó hefur gert vart við sig. Um er að ræða þriggja ára gamalt barn en hollenska heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest málið.

Ekki hefur enn verið greint frá því hvort barnið hafi einhver tengsl við Mexíkó en hingað til hafa allir þeir sem smitast hafa af svínaflensunni utan Mexíkó annað hvort verið nýkomnir þaðan eða í samskiptum við fólk sem það á við um.






Tengdar fréttir

Bandarískir svínabændur óhressir með svínaflensu

Tom Vilsack, landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna, hefur bænheyrt þarlenda svínabændur og farið þess á leit við stjórnvöld að nafni svínaflensunnar alræmdu verði breytt í H1N1-veiran í stað þess að kenna hana við svín.

Skólum lokað vegna svínaflensu í Mexíkó

Heilbrigðisyfirvöld í Mexíkó og Bandaríkjunum leita nú að nýjum tilfellum af skæðri inflúensu sem hefur greinst í löndunum tveimur og hefur dregið minnst 20 til bana í Mexíkó.Óttast er að rekja megi nærri 50 dauðsföll til viðbótar einnig til sjúkdómsins.

Svínaflensa veldur vá gegn almannaheilsu

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin lýsti nú í kvöld yfir vá gegn almannaheilsu um allan heim vegna svínaflensu sem greinst hefur í Mexíkó og Bandaríkjunum.

Sóttvarnarlæknir í viðbragðsstöðu vegna svínaflensu

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin varaði í dag við mögulegum heimfaraldri svínaflensu. Sjúkdómurinn hefur dregið nærri sjötíu til dauða í Mexíkó síðan um miðjan mars. Sóttvarnarlæknir er í viðbragðsstöðu.

Sjötíu manns hafa látist vegna svínaflensu í Mexíkó

Sérfræðingar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar eru búnir undir að þurfa að einangra með hraði hluta Mexíkó og Bandaríkjanna þar sem ný tegund svínaflensu hefur greinst í fólki. Talið er að flensan hafi dregið nærri sjötíu manns til bana í Mexíkó.

Möguleiki talinn á heimsfaraldri

Heilbrigðismál „Við erum að afla upplýsinga og fylgjast með, en eins og málum er háttað er ekki búið að breyta áhættumatinu. Það eru engin tilmæli um ferðatakmarkanir og við erum bara á sama stigi og þegar varað var við fugla­flensunni,“ segir Haraldur Briem, sóttvarnalæknir hjá Landlæknisembættinu, um hugsanlegan svínaflensufaraldur.

Fleiri greinast með svínaflensu

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin lýsti í gærkvöldi yfir vá gegn almannaheilsu um allan heim vegn svínaflensu sem greinst hefur í Mexíkó og Bandaríkjunum.

Svínaflensa tefur frumsýningu X-Men

Frumsýningu hasarmyndarinnar X-Men Origins: Wolverine hefur verið frestað í Mexíkó vegna svínaflensunnar. Flest kvikmyndahús í landinu eru lokuð vegna flensunnar og óvíst er hvenær þau verða opnuð á nýjan leik.

Hvað er þessi svínaflensa?

Svínaflensa er smitandi öndunarsjúkdómur sem herjar yfirleitt á svín og orsakast af týpu af inflúensuveiru. Reglulega gengur um faraldur í svínum. Margar ólíkar gerðir eru til af sjúkdómnum og sú gerð sem núna gengur á milli er svokölluð H1N1 týpan.

Öllum svínum í Egyptalandi fargað

Heilbrigðisyfirvöld í Egyptalandi hafa fyrirskipað að öllum svínum í landinu skuli fargað vegna svínaflensunnar sem vekur ugg víða um heim. Í yfirlýsingu frá egypska heilbrigðisráðherrans segir að þetta sé gert í varúðarskyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×