Katrín orðin stjórnarformaður Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. desember 2025 10:50 Katrín Jakobsdóttir hefur tekið að sér nýtt hlutverk fyrir hönd Almannaróms. Mynd/Baldur Kristjánsson Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tekið við stöðu stjórnarformanns nýrrar gervigreindarmiðstöðvar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Miðstöðin sem hefur fengið nafnið New Nordics AI var stofnuð fyrr í haust en Katrín gegnir stjórnarformennsku fyrir hönd Almannaróms. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannarómi en tilkynnt var um fyrstu stjórn miðstöðvarinnar í dag. Stjórnin mun gegna „lykilhlutverki í að tryggja að starf miðstöðvarinnar skili sér í sameiginlegri norrænni verðmætasköpun. Meginhlutverk miðstöðvarinnar er að eflasamstarf á svæðinu, hraða upptöku gervigreindar og styrkja samkeppnishæfni svæðisins í alþjóðlegu samhengi,“ segir meðal annars í tilkynningunni, en Almannarómur, með stuðningi menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins, er aðili að stofnun miðstöðvarinnar fyrir Íslands hönd. „Ég er afar spennt að taka að mér hlutverk fyrsta stjórnarformanns þessarar mikilvægu miðstöðvar. Þar ætlum við að kortleggja þau nýju tækifæri sem gervigreindin skapar og tryggja að þau nýtist til að efla norræna verðmætasköpun, ásamt því að hvetja til rannsókna, þróunar og innleiðingar á gervigreind. Samtímis mun stjórnin hafa það að leiðarljósi að varðveita sameiginleg norræn gildi okkar: lýðræði, mannréttindi og jafnrétti, í virku samtali við fyrirtæki og stjórnmálamenn á svæðinu. Við búum að dýrmætri reynslu hér á Íslandi þar sem við höfum lagt áherslu á að íslensk tunga verði gjaldgeng í heimi nýrrar tækni,“ er haft eftir Katrínu í tilkynningunni. Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms.mynd/Baldur Kristjánsson Þar er ennfremur haft eftir Lilju Dögg Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Almannaróms, að bakgrunnur Katrínar falli vel að markmiðum miðstöðvarinnar. „Sem virtur og þekktur leiðtogi á alþjóðasviðinu býr Katrín yfir mikilli pólitískri reynslu af Norðurlöndunum og nýtur víðtæks trausts. Aðkoma Katrínar að New Nordics AI setur skýran tón og markar stefnu um að brúa bilið á milli opinberra stofnana, iðnaðar og alþjóðlegra aðila,“ er meðal annars haft eftir Lilju. Sex sitja í stjórn Hér að neðan má sjá hverjir skipa stjórnina ásamt upplýsingum um bakgrunn þeirra eins og honum er lýst í tilkynningu Almannaróms. • Katrín Jakobsdóttir (Ísland): Fyrrverandi forsætisráðherra Íslands og býr yfir einstakri pólitískri innsýn. Í embættistíð sinni var hún drifkraftur í þróun stefnu Íslands í gervigreind. • Staffan Truvé (Svíþjóð): Fulltrúi hátæknigeirans, meðstofnandi og tæknistjóri Recorded Future. Sem fyrsti stjórnarformaður AI Sweden hefur hann sterk tengsl við sænska tækniiðnaðinn. • Maria Ervik Løvold (Noregur): Fulltrúi fjármálageirans, er framkvæmdastjóri einstaklingssviðs hjá DNB og situr í framkvæmdastjórn samstæðunnar. Hún býr yfir sérþekkingu á stækkun stafrænnar þjónustu. • Haktan Bulut (Danmörk): Leiðandi í stafrænni umbreytingu og starfar sem framkvæmdastjóri stafrænna lausna og upplýsingatæknistjóri hjá lífeyrisrisanum ATP. • Ville Voipio (Finnland): Hann gegnir mikilvægum stjórnarstörfum í iðnaði, en hann er stjórnarformaður bæði hjá alþjóðlega mælitæknifyrirtækinu Vaisala og samtökum tækniiðnaðarins í Finnlandi. • Cecilia Leveaux (Norræna ráðherranefndin): Yfirráðgjafi stafrænnar þróunar hjá Norrænu ráðherranefndinni og Norðurlandaráði. Gervigreind Tækni Utanríkismál Vistaskipti Máltækni Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannarómi en tilkynnt var um fyrstu stjórn miðstöðvarinnar í dag. Stjórnin mun gegna „lykilhlutverki í að tryggja að starf miðstöðvarinnar skili sér í sameiginlegri norrænni verðmætasköpun. Meginhlutverk miðstöðvarinnar er að eflasamstarf á svæðinu, hraða upptöku gervigreindar og styrkja samkeppnishæfni svæðisins í alþjóðlegu samhengi,“ segir meðal annars í tilkynningunni, en Almannarómur, með stuðningi menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins, er aðili að stofnun miðstöðvarinnar fyrir Íslands hönd. „Ég er afar spennt að taka að mér hlutverk fyrsta stjórnarformanns þessarar mikilvægu miðstöðvar. Þar ætlum við að kortleggja þau nýju tækifæri sem gervigreindin skapar og tryggja að þau nýtist til að efla norræna verðmætasköpun, ásamt því að hvetja til rannsókna, þróunar og innleiðingar á gervigreind. Samtímis mun stjórnin hafa það að leiðarljósi að varðveita sameiginleg norræn gildi okkar: lýðræði, mannréttindi og jafnrétti, í virku samtali við fyrirtæki og stjórnmálamenn á svæðinu. Við búum að dýrmætri reynslu hér á Íslandi þar sem við höfum lagt áherslu á að íslensk tunga verði gjaldgeng í heimi nýrrar tækni,“ er haft eftir Katrínu í tilkynningunni. Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms.mynd/Baldur Kristjánsson Þar er ennfremur haft eftir Lilju Dögg Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Almannaróms, að bakgrunnur Katrínar falli vel að markmiðum miðstöðvarinnar. „Sem virtur og þekktur leiðtogi á alþjóðasviðinu býr Katrín yfir mikilli pólitískri reynslu af Norðurlöndunum og nýtur víðtæks trausts. Aðkoma Katrínar að New Nordics AI setur skýran tón og markar stefnu um að brúa bilið á milli opinberra stofnana, iðnaðar og alþjóðlegra aðila,“ er meðal annars haft eftir Lilju. Sex sitja í stjórn Hér að neðan má sjá hverjir skipa stjórnina ásamt upplýsingum um bakgrunn þeirra eins og honum er lýst í tilkynningu Almannaróms. • Katrín Jakobsdóttir (Ísland): Fyrrverandi forsætisráðherra Íslands og býr yfir einstakri pólitískri innsýn. Í embættistíð sinni var hún drifkraftur í þróun stefnu Íslands í gervigreind. • Staffan Truvé (Svíþjóð): Fulltrúi hátæknigeirans, meðstofnandi og tæknistjóri Recorded Future. Sem fyrsti stjórnarformaður AI Sweden hefur hann sterk tengsl við sænska tækniiðnaðinn. • Maria Ervik Løvold (Noregur): Fulltrúi fjármálageirans, er framkvæmdastjóri einstaklingssviðs hjá DNB og situr í framkvæmdastjórn samstæðunnar. Hún býr yfir sérþekkingu á stækkun stafrænnar þjónustu. • Haktan Bulut (Danmörk): Leiðandi í stafrænni umbreytingu og starfar sem framkvæmdastjóri stafrænna lausna og upplýsingatæknistjóri hjá lífeyrisrisanum ATP. • Ville Voipio (Finnland): Hann gegnir mikilvægum stjórnarstörfum í iðnaði, en hann er stjórnarformaður bæði hjá alþjóðlega mælitæknifyrirtækinu Vaisala og samtökum tækniiðnaðarins í Finnlandi. • Cecilia Leveaux (Norræna ráðherranefndin): Yfirráðgjafi stafrænnar þróunar hjá Norrænu ráðherranefndinni og Norðurlandaráði.
Gervigreind Tækni Utanríkismál Vistaskipti Máltækni Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira