Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. desember 2025 11:06 Forsetafrúin Brigitte Macron vissi ekki þegar hún lét ummælin falla að þau myndu nást á myndband. AP/Ludovic Marin Franska forsetafrúin Brigitte Macron á mál yfir höfði sér vegna ummæla sem hún lét falla og náðust á upptöku. Ríflega þrjú hundruð konur hafa kært ummælin sem þykja fela í sér kvenfyrirlitningu en þau lét forsetafrúin falla í leikhúsi í höfuðborginni París á dögunum. Orðin lét hún falla baksviðs í samtali við franska leikarann og skemmtikraftinn Ary Abittan en atvikið náðist á upptöku og hefur vakið reiði meðal femínista í Frakklandi. Abittan, sem hefur verið sakaður um nauðgun, var sjálfur á leið á svið þegar hann átti spjall við forsetafrúna. Guardian greinir frá en í myndbandi af atvikinu má heyra hvar frú Macron kallar femíníska mótmælendur sem mætt höfðu á sýninguna „heimskar tíkur“. Málið rataði í fréttir í síðustu viku en nú hafa 343 konur kært Macron vegna ummælanna. Macron var stödd á sýningu í Folies Bergère leikhúsinu í París ásamt dóttur sinni og vinum þar síðustu helgi, en kvöldið áður hafði hópur femínískra mótmælenda truflað sýninguna og hrópað „Abittan, nauðgari!“ Þá mun Macron hafa spurt leikarann hvernig honum liði, hann hafi sagst hræddur og hún sagði mótmælendurna í framhaldinu vera „heimskar tíkur“ og ef þær myndu mæta aftur ætti að „henda þeim út.“ Juliette Chapelle, lögmaður hóps femínista sem standa að málsókninni, sagði í samtali við France Inter radio að þar sem hún sé forsetafrú þá skipti orð hennar máli. Macron hafi til þessa virst umhugað um málstað kvenna, „en í raun og veru má segja að það sé misræmi í því sem hún segir opinberlega og hvað henni finnst í raun og veru,“ líkt og haft er eftir Chapelle. Í umfjöllun Fance 24 um málið segir að Abittan hafi verið kærður fyrir nauðgun árið 2021, en málið hafi verið látið niður falla 2023 vegna skorts á sönnunargögnum. Í yfirlýsingu frá skrifstofu forsetafrúrinnar segir að hún hafi með orðum sínum verið að reyna að róa taugar leikarans. „Hún er með engu móti að ráðast að nokkrum málstað. Hins vegar samþykkir hún ekki róttækar aðgerðir sem beitt er til að koma í veg fyrir að listamaður stígi á svið, líkt og gert var á laugardagskvöld,“ sagði í yfirlýsingunni, þar sem vísað var til atviksins sem átti sér stað fyrsta laugardaginn í desember. Frakkland Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Sjá meira
Abittan, sem hefur verið sakaður um nauðgun, var sjálfur á leið á svið þegar hann átti spjall við forsetafrúna. Guardian greinir frá en í myndbandi af atvikinu má heyra hvar frú Macron kallar femíníska mótmælendur sem mætt höfðu á sýninguna „heimskar tíkur“. Málið rataði í fréttir í síðustu viku en nú hafa 343 konur kært Macron vegna ummælanna. Macron var stödd á sýningu í Folies Bergère leikhúsinu í París ásamt dóttur sinni og vinum þar síðustu helgi, en kvöldið áður hafði hópur femínískra mótmælenda truflað sýninguna og hrópað „Abittan, nauðgari!“ Þá mun Macron hafa spurt leikarann hvernig honum liði, hann hafi sagst hræddur og hún sagði mótmælendurna í framhaldinu vera „heimskar tíkur“ og ef þær myndu mæta aftur ætti að „henda þeim út.“ Juliette Chapelle, lögmaður hóps femínista sem standa að málsókninni, sagði í samtali við France Inter radio að þar sem hún sé forsetafrú þá skipti orð hennar máli. Macron hafi til þessa virst umhugað um málstað kvenna, „en í raun og veru má segja að það sé misræmi í því sem hún segir opinberlega og hvað henni finnst í raun og veru,“ líkt og haft er eftir Chapelle. Í umfjöllun Fance 24 um málið segir að Abittan hafi verið kærður fyrir nauðgun árið 2021, en málið hafi verið látið niður falla 2023 vegna skorts á sönnunargögnum. Í yfirlýsingu frá skrifstofu forsetafrúrinnar segir að hún hafi með orðum sínum verið að reyna að róa taugar leikarans. „Hún er með engu móti að ráðast að nokkrum málstað. Hins vegar samþykkir hún ekki róttækar aðgerðir sem beitt er til að koma í veg fyrir að listamaður stígi á svið, líkt og gert var á laugardagskvöld,“ sagði í yfirlýsingunni, þar sem vísað var til atviksins sem átti sér stað fyrsta laugardaginn í desember.
Frakkland Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Sjá meira