Lífið

Svínaflensa tefur frumsýningu X-Men

Frumsýningu X-Men Origins: Wolverine hefur verið frestað í Mexíkó vegna svínaflensunnar.
Frumsýningu X-Men Origins: Wolverine hefur verið frestað í Mexíkó vegna svínaflensunnar.

Frumsýningu hasarmyndarinnar X-Men Origins: Wolverine hefur verið frestað í Mexíkó vegna svínaflensunnar. Flest kvikmyndahús í landinu eru lokuð vegna flensunnar og óvíst er hvenær þau verða opnuð á nýjan leik.

„Kvikmyndir í bíóum, hvort sem þær eru að hefja göngu sína eða hafa verið sýndar í tíu vikur, verða fyrir barðinu á þessu rétt eins og dreifingarfyrirtæki þeirra,“ sagði mexíkóski kvikmyndagerðarmaðurinn Fernando Rovzar.

Auk kvikmyndahúsa hefur börum, veitingastöðum og fleiri opinberum stöðum verið lokað vegna svínaflensunnar í óákveðinn tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.