Sóttvarnarlæknir í viðbragðsstöðu vegna svínaflensu Guðjón Helgason skrifar 25. apríl 2009 19:25 Alþjóða heilbrigðismálastofnunin varaði í dag við mögulegum heimfaraldri svínaflensu. Sjúkdómurinn hefur dregið nærri sjötíu til dauða í Mexíkó síðan um miðjan mars. Sóttvarnarlæknir er í viðbragðsstöðu. Svínaflensa er öndunarfærasjúkdómur í svínum sem hefur áður greinst í mönnum og jafnvel smitast milli þeirra. Sjúkdómurinn nú er blanda af svínaflensu, venjulegri inflúensu og afbrigði fuglaflensu og hefur þessi samsetning ekki sést fyrr og því alls óvíst að til sé bóluefni. Vísindamenn í Bandaríkjunum munu þó byrjaðir vinnu á einu slíku. Fleiri en þúsund manns hafa greinst með nýja afbrigðið í Mexíkó og talið að rúmlega sextíu hafi látist af völdum þess. Skólum í Mexíkó hefur verið lokað og fólk hvatt til að halda sig helst heima. Átta hafa greinst í með flensuna í Kaliforníu og Texas í Bandaríkjunum en enginn látist. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hélt neyðarfund um málið í dag en sérfræðingar hennar telja hættu á heimsfaraldri en sjúkdómurinn virðist berast manna á milli. Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir að samkvæmt viðbragðsáætlun við heimsfaraldri hafi þeir sem að viðbrögðum við honum koma verið upplýstir um stöðu mála. Hann segist að komi til faraldur verði gripið til ráðstafana við heimkomu Íslendinga frá þeim svæðum þar sem sýkin hefur greinst. „Ja það sem við gerum það er öll umferð verður þá takmörkuð við einn stað og það er auðvitað Keflavíkurflugvöllur og þar myndum við hafa svona innkomuskimun eins og við köllum það. Og ef einhver er með einkenni þá auðvitað fer hann í meðferð og einhver sem hefur verið í nánum tengslum við slíkan myndi fara á fyrirbyggjandi meðferð. Þetta er aðferðin sem við myndum nota. Það er auðvitað fullsnemmt að vera að fullyrða neitt í þá veru að þetta muni gerast en svona myndum við vinna," segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Haraldur segist hafa verið í sambandi við íslendinga á svæðinu en veit ekki til þess að einhver þeirra hafi sýkst. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin varaði í dag við mögulegum heimfaraldri svínaflensu. Sjúkdómurinn hefur dregið nærri sjötíu til dauða í Mexíkó síðan um miðjan mars. Sóttvarnarlæknir er í viðbragðsstöðu. Svínaflensa er öndunarfærasjúkdómur í svínum sem hefur áður greinst í mönnum og jafnvel smitast milli þeirra. Sjúkdómurinn nú er blanda af svínaflensu, venjulegri inflúensu og afbrigði fuglaflensu og hefur þessi samsetning ekki sést fyrr og því alls óvíst að til sé bóluefni. Vísindamenn í Bandaríkjunum munu þó byrjaðir vinnu á einu slíku. Fleiri en þúsund manns hafa greinst með nýja afbrigðið í Mexíkó og talið að rúmlega sextíu hafi látist af völdum þess. Skólum í Mexíkó hefur verið lokað og fólk hvatt til að halda sig helst heima. Átta hafa greinst í með flensuna í Kaliforníu og Texas í Bandaríkjunum en enginn látist. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hélt neyðarfund um málið í dag en sérfræðingar hennar telja hættu á heimsfaraldri en sjúkdómurinn virðist berast manna á milli. Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir að samkvæmt viðbragðsáætlun við heimsfaraldri hafi þeir sem að viðbrögðum við honum koma verið upplýstir um stöðu mála. Hann segist að komi til faraldur verði gripið til ráðstafana við heimkomu Íslendinga frá þeim svæðum þar sem sýkin hefur greinst. „Ja það sem við gerum það er öll umferð verður þá takmörkuð við einn stað og það er auðvitað Keflavíkurflugvöllur og þar myndum við hafa svona innkomuskimun eins og við köllum það. Og ef einhver er með einkenni þá auðvitað fer hann í meðferð og einhver sem hefur verið í nánum tengslum við slíkan myndi fara á fyrirbyggjandi meðferð. Þetta er aðferðin sem við myndum nota. Það er auðvitað fullsnemmt að vera að fullyrða neitt í þá veru að þetta muni gerast en svona myndum við vinna," segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Haraldur segist hafa verið í sambandi við íslendinga á svæðinu en veit ekki til þess að einhver þeirra hafi sýkst.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira