Erlent

Skólum lokað vegna svínaflensu í Mexíkó

Svínaflensan hefur dregið a.m.k 20 til dauða í Mexíko og Bandaríkjunum.
Svínaflensan hefur dregið a.m.k 20 til dauða í Mexíko og Bandaríkjunum.

Heilbrigðisyfirvöld í Mexíkó og Bandaríkjunum leita nú að nýjum tilfellum af skæðri inflúensu sem hefur greinst í löndunum tveimur og hefur dregið minnst 20 til bana í Mexíkó.Óttast er að rekja megi nærri 50 dauðsföll til viðbótar einnig til sjúkdómsins.

Ríflega 1000 manns munu hafa sýkst í Mexíkó. Búið er að loka skólum og söfnum í landinu og aflýsa mörgum opinberum samkomum. Alþjóða heilbrigðisyfirvöld hafa ekki gengið svo langt að lýsa yfir að um faraldur eða farsótt sé að ræða þó flensan virðist berast milli manna.

Alþjóða heilbriðgismálastofnunin rannsakar nú hvort flensuna megi rekja til svínaflesnu af H1N1 stofni en þess konar veirur hafa greinst í 12 sjúklingum sem sýkst hafa í Mexíkó og 8 sem hafa greinst í Kaliforníu og Texas. Þeir hafa þó náð fullum bata.

Sérfræðingum sýnist að þessi svínaflensa svokallaða sé ný blanda af veirum sem ekki hafi sést áður.

Jose Angel Cordova, heilbrigðisráðherra Mexíkó, hvatti í gær landa sína tila ð forðast fjölmenni og ganga með skurðlæknagrímur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×